Bjóða til bókaveislu í Reykjahlíðarskóla
05.12.2025
Nemendur 6. og 7. bekkjar Reykjahlíðarskóla bjóða til bókaveislu í skólanum sínum, en þau tóku þátt í verkefninu Bókmenntaháíð barnanna í vetur. Hér má lesa frétt um hátíðina, en hún fór fram í Hrafnagili 4. desember. Fyrir hátíðina skrifuðu krakkarnir og hönnuðu eigin bækur, bókakápur, teiknuðu myndir og stofnuðu bókaforlagið Dimmuborgir.
Nú langar þeim að sýna bækurnar sínar á heimavelli, en öllum er boðið til bókaveislu í Reykjahlíðarskóla, mánudaginn 8. desember kl. 16.00. Þar verður hægt verður að heyra allt um tilurð þessa verkefnis, kaupa bækur og jafnvel fá þær áritaðar.
