Fara í efni

Nýr bíll bætist við flota Slökkviliðs Þingeyjarsveitar

Bæst hefur í slökkvibílaflotann hjá Slökkviliði Þingeyjarsveitar, en bíllinn er af gerðinni Volkswagen Amarok Style V6. Hann er útbúinn oneseven slökkvibúnaði og Lucas multi klippum og fyrstaviðbragðsbúnaði, segir Hörður Sigurðarson, slökkviliðsstjóri.

Með tilkomu bílsins fylgir aukið öryggi, en samskonar bíll sem hefur verið staðsettur á Laugum verður núna staðsettur í Mývatssveit. Þessir bílar eru hugsaðir sem fyrstaviðbragðsbílar í bæði slys og elda.

HÉR má sjá slökkviliðsstjórann sýna bílinn á Facebook síðu sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?