Íbúafundir um stefnu Þingeyjarsveitar

Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur nú yfir og gefst íbúum Þingeyjarsveitar kostur á að koma með sínar hugmyndir og tillögur inn í stefnumótun sveitarfélagsins. Af þessu tilefni verða þrír íbúafundir haldnir í aprílmánuði. Á fundunum verður leitast við að fá fram áherslur íbúa sem innlegg í mótun stefnunnar. Þá verður horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og hvatt til umræðna um með hvaða hætti ný stefna geti stutt við innleiðingu heimsmarkmiðanna.

  • Íbúafundur verður í Stórutjarnaskóla þann 16. apríl kl. 16:30.
  • Íbúafundur verður í Skjólbrekku 16. apríl kl. 20:00
  • Rafrænn íbúafundur verður 23. apríl kl. 16:30.

Nauðsynlegt er að íbúar skrái sig á fundina HÉR.

Áætlað er að hver fundur taki um 2 klst.

Afar mikilvægt er að fá innlegg íbúa inn í þessa vinnu og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta og koma á framfæri sínum sjónarmiðum.

Ráðgjafafyrirtækið ARCUR mun sinna fundarstjórn á fundunum og leiða umræður.