Ársþing SSNE

Ársþing SSNE fer fram í dag og á morgun, 18. og 19. apríl í Skjólbrekkunni okkar góðu. Þingum SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) er ætlað að tryggja lýðræðislega aðkomu allra aðildarsveitarfélaga að málefnum SSNE, vera vettvangur ákvarðanatöku um mikilsháttar málefni þeim og stjórn til leiðbeiningar í veigamiklum málum. Þing var sett í morgun með 92% mætingu fulltrúa. Frá þessu segir á heimasíðu SSNE. 


Á dagskrá þingsins í dag er horft sérstaklega til áætlunargerðar og verða erindi um svæðisskipulag, áfangastaðaáætlun og sóknaráætlun. Í framhaldi af þeim erindum verður samtal um Sóknaráætlun Norðurlands eystra, en vinna er að hefjast um gerð nýrrar áætlunar sem mun gilda frá 2025 til 2030. Að lokinni þingdagskrá í dag fá gestir leiðsögn um Gíg gestastofu og snæða kvöldverð á Sel-Hóteli. 

Á morgun verður umfjöllun um nærþjónustu ríksins á Norðurlandi eystra og verða þá á dagskrá erindi frá Páley Bergþórsdóttu, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra og Guðnýju Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Fyrsti þingmaður Norðurlands eystra mun einnig ávarpa gesti þingsins. Okkar fólk lætur sig ekki vanta á þingið, á því sitja fyrir hönd Þingeyjarsveitar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri, Gerður Sigtryggsdóttir oddviti, Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður byggðarráðs og Knútur Emil Jónasson sveitarstjórnarfulltrúi. Þingforseti er Arnór Benónýsson, sveitarstjórnarfulltrúi.