Aðalskipulagsvinna í fullum gangi

Skipulagsnefnd á fundi þann 20. mars
Skipulagsnefnd á fundi þann 20. mars

120 athugasemdir bárust við vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Þær voru af ýmsum toga sem er ánægjulegt þar sem það er tilgangur samráðs að íbúar láti sig málið varða og komi athugasemdum á framfæri.

Skipulagsnefnd hefur flokkað og farið yfir athugasemdir með skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa. Í þeirri vinnu er farið yfir athugasemdir og hvort þær gefi tilefni til breytinga eða lagfæringa. 

Þessum athugasemdum verður ekki svarað með formlegum hætti en skýrt verður betur frá málsmeðferð helstu málaflokka, sem og að upplýst ef breytingar verða við þessa yfirferð að lokinni meðferð skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.

Við hvetjum íbúa og hagsmunaaðil til að fylgist vel með þegar endanleg tillaga verður auglýst því þá gefst aftur tækifæri til að koma óskum um breytingar á framfæri, þeim óskum verður svarað með formlegum hætti.