Í Nýjum reglum um snjómokstur er heimilt að moka átta sinnum í mánuði í stað tvisvar í viku. Þá geta einstaklingar sótt um að moka sjálfir eigin heimreiðar.
Verkefnastjóri æskulýðs, tómstunda og menningarmála, Myrra Leifsdóttir fór á þriggja daga námskeið á Írlandi í vor. Námskeiðið var ætlað til að efla æskulýðsstarf í dreifbýli í alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi.
Að venju hefur verið nóg um að vera í Þingeyjarsveit. Íbúum heldur áfram að fjölga og met fjöldi starfar nú í vinnuskólanum. Dásemdar fjölskylduhátíð var haldin þann 17. júní þar sem menningarverðlaun Þingeyjarsveitar voru veitt. Græn skref, heimsóknir og hitt og þetta!
Á fundi skipulagsnefndar Þingeyjarsveitar þann 19. júní sl. var samþykkt að kynna vinnslutillögu, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að breytingu á gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felur í sér að hluti frístundabyggðar í landi Voga 1 verði íbúðarsvæði.
Í ár eru 50 ár frá því lögin um verndun Mývatns og Laxár voru fyrst samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð. Því verða hátíðarhöld 22. júní!
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024 voru afhent þann 17. júní á Laugum. Auglýst var eftir tilnefningum til verðlaunanna en alls bárust ellefu tilnefningar í ár.