Þingeyjarsveit auglýsir til leigu tvær íbúðir í Klappahrauni, Reykjahlíð

Þingeyjarsveit auglýsir til leigu tvær nýjar íbúðir að Klappahrauni 9b og 9c í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
Um er að ræða fjögurra herbergja raðhúsaíbúðir á einni hæð 116,9m2.
Í hvorri íbúð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofa, eldhús, forstofa, geymsla og þvottahús.

Sótt er um á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem má nálgast HÉR.