Kvenfélag Mývatnssveitar, Ungmennafélagið Efling og Þingeyjarsveit bjóða íbúum upp á glens og gleði í tilefni af 17. júní. Skemmtilegir viðburðir um helgina og hátíðardagskrá á mánudaginn.
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit býður fulltrúum atvinnulífsins til fundar til að ræða framtíðarsýn sveitarfélagsins. Þessi fundur er liður í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins og er vettvangur til að mynda tengsl, deila hugmyndum og ræða mögulegar áherslur til næstu ára.
„Umhverfið og sveitarfélagið sem við búum í er gríðarlega fallegt og vinsælt sem náttúruupplifun. Það er mikill styrkleiki - sem við
þyrftum að nýta okkur miklu betur“ segir meðal annars í nýrri skólastefnu Þingeyjarsveitar sem er nú aðgengileg á vefnum.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 16. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Goðafoss og umhverfis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Opnað hefur verið fyrir könnun á heimasíðu Þingeyjarsveitar og eru íbúar hvattir til að koma á framfæri sínum skoðunum og áherslum fyrir framtíðarstefnu sveitarfélagsins.