30.04.2025
Tilkynning
14.04.2025
Þingeyjarsveit fyrst sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu með heimild til rafrænna skila skjala
Þingeyjarsveit fyrst sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu með heimild til rafrænna skila skjala.
02.04.2025
2G og 3G sendar lagðir niður
Við vekjum athygli á því að það styttist óðum í að eldri farsímaþjónustu, 2G (GSM) og 3G, verði lokað hér á landi. Hægt er að senda ábendingar til Fjarskiptastofu ef skerðing verður á farsímasambandi.
21.03.2025
Brennsla á sorpi!
Að gefnu tilefni er ástæða til að minna á að brennsla á sorpi er bönnuð með lögum bæði lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Engin þörf er á brennslu sorps í sveitarfélaginu þar sem mótttökustöðvar okkar taka á móti öllum gerðum sorps. Viðurlög gagnvart brennslu á sorpi getur varðað sekt eða fangelsi allt að tvö ár. Einnig ber að minna á, að ef slökkvilið er kallað á stað þar sem sorpbrennsla á sér stað, er brennuvargi gert að greiða þau útköll.
20.02.2025
Vilt þú redda málunum?
Vilt þú drýgja tekjurnar? Þingeyjarsveit óskar eftir fólki í bakvarðasveit sveitarfélagsins!
20.01.2025
Lífshlaupið
Þingeyjarsveit hvetur íbúa, fyrirtæki og skóla til þess að taka þátt í lífhlaupinu!
20.12.2024
Opnunartími skrifstofu yfir hátíðarnar
Skrifstofa Þingeyjarsveitar verður lokuð á aðfangadag og á gamlársdag, að öðru leyti helst opnunartími yfir hátíðarnar hefðbundinn.
16.12.2024
Kynning á stefnu sveitarfélagsins
Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 verður kynnt á rafrænum fundi þriðjudaginn 17. desember kl. 17. Við hvetjum alla til að taka þátt og kynna sér heildar stefnu sveitarfélagsins næstu árin!
10.12.2024
53. fundur sveitarstjórnar
53. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
verður haldinn í Þingey, fimmtudaginn 12. desember og hefst kl. 13:00
06.12.2024
Húsavíkurflug á áætlun næstu 3 mánuði
Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.
29.11.2024
Nú skal byggja!
Brák íbúðafélag og Þingeyjarsveit óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða.
28.11.2024
Athugasemdir við Þjónustustefnu?
Þingeyjarsveit leitar eftir ábendingum/athugasemdum við þjónustustefnu Þingeyjarsveitar. Hægt er að skila inn ábendingum/athugasemdum til og með 10. desember nk.
26.11.2024
Viðtalstími fellur niður
Viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa sem átti að vera í Mývatnssveit í dag frestast vegna óviðráðanlegra aðstæðna.