Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 verður kynnt á rafrænum fundi þriðjudaginn 17. desember kl. 17. Við hvetjum alla til að taka þátt og kynna sér heildar stefnu sveitarfélagsins næstu árin!
Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.
Þingeyjarsveit leitar eftir ábendingum/athugasemdum við þjónustustefnu Þingeyjarsveitar. Hægt er að skila inn ábendingum/athugasemdum til og með 10. desember nk.
Minnum á opið hús í dag, föstudag 22. nóvember frá kl. 14-18.
Spjall, veitingar, gleði og glaumur.
Nýtt nafn á stjórnsýsluhúsið verður opinberað! Verið öll hjartanlega velkomin.
Sorphringur sveitarfélagsins er 1.100 km og yrði mjög kostnaðarsamt að sækja lífrænan úrgang á öll heimili. Umhverfisnefnd hefur því verið að kynna sér aðrar leiðir og leitar nú eftir innleggi íbúa í umræðuna!
Þingeyjarsveit hefur hlotið jafnlaunavottun. „Jafnlaunavottun stuðlar að auknu trausti meðal starfsmanna ásamt því að um er að ræða viðurkenningu á því að tryggt er að starfsmenn fái sanngjarna og jafna launagreiðslu fyrir sambærileg störf“ segir Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Mikill ávinningur hefur þegar orðið af samstarfi Þingeyjarsveitar og Mývatnsstofu. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fá nú mun meiri og reglulegri upplýsingar um það sem er að gerast í sveitarfélaginu.