Bakvarðasveit Þingeyjarsveitar

Síðastliðið sumar var auglýst eftir fólki í bakvarðasveit Þingeyjarsveitar. Hugmyndin var að eiga á lista nöfn fólks sem hægt væri að fá í smávægileg viðvik, stuttar afleysingar og tímabundin verkefni, jafnvel með stuttum fyrirvara. Viðbrögðin voru framar vonum og bakvarðasveitin varð að veruleika. Oft hefur verið leitað til bakvarða, það hefur verið mörgum vinnustöðum Þingeyjarsveitar ómetanlegt að geta leyst skyndileg forföll með þessu móti.

Enn er hægt að fjölga í bakvarðasveitinni og því er sent út nýtt ákall til þeirra sem gætu hugsað sér að leggja hönd á plóg. Það er engin skuldbinding fólgin í því að vera í bakvarðasveitinni en hér gætu skapast tækifæri til að prófa eitt og annað.

Yfirleitt er um að ræða tímavinnu og verkefnin eru fjölbreytt s.s. heimaþjónusta, liðveisla, þrif og önnur fjölbreytt verkefni á vinnustöðum sveitarfélagsins. Hentar öllum kynjum. Ef þetta er eitthvað sem þú ert til í þá endilega skráðu þig HÉR í bakvarðasveitina.

Ef spurningar vakna má senda línu á sviðsstjóra fjölskyldusviðs; asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is