Samráðsfundur á Þeistareykjum

Frá fundinum góða.
Frá fundinum góða.

Sveitarstjórnarfulltrúar Þingeyjarsveitar fengu afar góðar móttökur á Þeistareykjum í vikunni. Starfsfólk Landsvirkjunar tók á móti þeim og fór yfir hlestu verkefni sem eru í gangi núna á svæðinu hjá Landsvirkjun ásamt þeim verkefnum sem eru fyrirhuguð á næstunni, meðal annars stækkun Þeistareykjavirkjunar og viðhaldsframkvæmdir í Kröflu. Fundurinn var afar upplýsandi, miklar umræður sköpuðust í kjölfarið og gott samtal átti sér stað. 

Að loknum fundi fór hluti hópsins í skoðunarferð um Þeistareykjastöð ásamt því að kíkja á aðra af rannsóknarholunum sem boruð var síðastliðið sumar.