Grænu skrefin - Vistvænni ferðamáti

Skrifstofa sveitarfélagsins og áhaldahúsið hafa undanfarið verið að innleiða grænu skrefin. Grænu skrefin er verkefni sem umhverfisstofnun setti á laggirnar fyrir stofnanir til að minka sóun og mengun frá starfsemi stofnanna. Hluti af því er m.a. að gera samgöngusamning um vistvænan ferðamáta. Starfsmaður velur á milli fjögurra leiða af vistvænni samgöngum þar sem hægt að velja samakstur, rafbíl, ganga/hjóla eða blandaða leið. Þeir sem búa lengra frá er gefinn kostur á því að leggja bílnum í um kílómeters fjarlægð frá vinnustað og ganga þaðan í vinnuna. Einu sinni á ári er dregið um verðlaun sem einn þátttakandi hlýtur. 

Þetta er því leið sem er bæði skemmtileg fyrir starfsmanninn og góð fyrir umhverfið. Það er því von að fleiri stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu taki þátt í verkefnum eins og grænu skrefunum og geri slíka samgöngusamning við sína starfsmenn. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um grænu skrefin og leiðbeiningar um samgöngusamninga er hægt að nálgast hjá Ingimar Ingimarssyni, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs (ingimar@thingeyjarsveit.is).

Á dögunum skrifuðu þær Ragnheiður Jóna sveitarstjóri og Valdís Lilja launafulltrúi undir fyrsta samgöngusamninginn sem gerður er fyrir starfsmenn skrifstofu og áhaldahúss. Í samningnum heitir starfsmaður því að velja vistvænni samgöngumáta gegn því að eiga möguleika á verðlaunum.