Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og Krafla Magma Testbed (KMT) hafa undirritað samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin. KMT er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að byggja upp alþjóðlega rannsóknarmiðstöð í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu sem verður einstök á heimsvísu.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. september 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 - 2023 og breytingu deiliskipulags fyrir Voga I, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. september 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kröfluvirkjunar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveitar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs á árinu 2024. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki.
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarstarfs á árinu 2024. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki og metur nefndin hvaða verkefni eru styrkhæf og hver ekki.