Fara í efni

Leikskólakennari í 80-100% stöðu óskast í Barnaborg

Barnaborg er um 25 barna leikskóli og er hluti af Þingeyjarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Leitað er að kennurum með þekkingu og reynslu af leikskólakennslu og mikla hæfni í samskiptum. Í skólanum er unnið eftir stefnunni um jákvæðan aga, áhersla lögð á tækifæri barna til listsköpunar úr margvíslegum efnivið og útiveru í fjölbreyttri náttúru umhverfis skólann. Umsóknarfrestur er til 10. október 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn yfirmanns
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda
  • Taka þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við yfirmann
  • Sinna verkefnum er varða uppeldi og menntun nemenda sem yfirmaður felur honum 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Virðing fyrir börnum og sjálfsprottnum leik þeirra
  • Færni í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Starfsreynsla í leikskóla er mikill kostur

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Gerð er krafa um hreint sakavottorð og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2026. Ef enginn kennaramenntaður einstaklingur sækir um verða aðrar umsóknir skoðaðar.

Frekari upplýsingar gefur leikskólastjóri, Nanna Marteinsdóttir í síma 464-3590/ 898-0790 eða í gegnum tölvupóstfangið nanna@thingeyjarskoli.is. Umsóknir skulu sendast á tölvupóstfang leikskólastjóra nanna@thingeyjarskoli.is. Með umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá, afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf og upplýsingar um meðmælendur.

Getum við bætt efni þessarar síðu?