Sorphringur sveitarfélagsins er 1.100 km og yrði mjög kostnaðarsamt að sækja lífrænan úrgang á öll heimili. Umhverfisnefnd hefur því verið að kynna sér aðrar leiðir og leitar nú eftir innleggi íbúa í umræðuna!
Þingeyjarsveit og Íslandsstofa funduðu um atvinnutækifæri í Þingeyjarsveit. Fundurinn skapar vonir um aukið samstarf við Íslandsstofu og fjárfesta sem áhuga hafa á að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem sveitarfélagið býður upp á.
Þingeyjarsveit hefur hlotið jafnlaunavottun. „Jafnlaunavottun stuðlar að auknu trausti meðal starfsmanna ásamt því að um er að ræða viðurkenningu á því að tryggt er að starfsmenn fái sanngjarna og jafna launagreiðslu fyrir sambærileg störf“ segir Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Mikill ávinningur hefur þegar orðið af samstarfi Þingeyjarsveitar og Mývatnsstofu. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fá nú mun meiri og reglulegri upplýsingar um það sem er að gerast í sveitarfélaginu.