Fara í efni

Deiliskipulag Laxárstöðvar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. júní 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Laxárstöðvar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afmörkun skipulagssvæðisins liggja í mörkum leigulóðar Landsvirkjunar (L153902) austan Laxár en vestan árinnar liggja mörkin meðfram landamörkum Brúar (L153843) að hluta en þess utan ofan bakka Laxár of því er nærumhverfi stíflumannvirkja vestan Laxár innan skipulagssvæðisins. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina núverandi starfsemi vatnsaflsstöðvana Laxárstöð I, II og III á svæðinu en ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu virkjananna. Virkjanir eru fullbyggðar og tekur deiliskipulag því til núverandi mannvirkja og þeim óverulegu framkvæmdum sem áætlaðar eru á svæðinu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 24. ágúst 2025. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 900/2023 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

Getum við bætt efni þessarar síðu?