30.04.2025
Yfirlit frétta & tilkynninga



28.04.2025
Maður er manns gaman
Um 70 manns mættu á ljósmyndasýningu í Skjólbrekku. Líflegar umræður um myndirnar sköpuðust og gestir gæddu sér á kvenfélags-vöfflum.


14.04.2025
Þingeyjarsveit fyrst sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu með heimild til rafrænna skila skjala
Þingeyjarsveit fyrst sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu með heimild til rafrænna skila skjala.

10.04.2025
Frábær mæting á Bárðarbungu-fund
Fullt var út úr húsi á íbúafundi í Ýdölum í gær og fjöldi fólks fylgdist með fundinum í streymi. Hvetjum þá sem ekki sáu sér fært að mæta til þess að horfa á upptöku af þessum fræðandi fundi.


07.04.2025
Fréttabréf mars mánaðar
Að venju var mikið um að vera í síðasta mánuði! Láttu nú leka í einn kaffibolla og renndu yfir fréttabréf Þingeyjarsveitar fyrir mars mánuð!

02.04.2025
2G og 3G sendar lagðir niður
Við vekjum athygli á því að það styttist óðum í að eldri farsímaþjónustu, 2G (GSM) og 3G, verði lokað hér á landi. Hægt er að senda ábendingar til Fjarskiptastofu ef skerðing verður á farsímasambandi.


21.03.2025
Brennsla á sorpi!
Að gefnu tilefni er ástæða til að minna á að brennsla á sorpi er bönnuð með lögum bæði lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Engin þörf er á brennslu sorps í sveitarfélaginu þar sem mótttökustöðvar okkar taka á móti öllum gerðum sorps. Viðurlög gagnvart brennslu á sorpi getur varðað sekt eða fangelsi allt að tvö ár. Einnig ber að minna á, að ef slökkvilið er kallað á stað þar sem sorpbrennsla á sér stað, er brennuvargi gert að greiða þau útköll.

17.03.2025
Nýr snjótroðari í Kröflu
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.

14.03.2025
Fulltrúar á ferð og flugi
Sveitarstjóri og oddviti fóru til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Má þar nefna samgönguumbætur, kostnað við snjómokstur og réttlátari skiptingu skatttekna af orkuvinnslu.

14.03.2025
20 ára afmælismót Goðans
20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans hófst í gær. Mótið hefur vakið athygli fyrir sterka þátttöku og er talið eitt það sterkasta sem haldið hefur verið í dreifbýli á Íslandi.

13.03.2025
Ný og betri heimasíða
Þingeyjarsveit hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu. Á henni er meðal annars að finna öflugt og notendavænt viðburðadagatal sem ætlað er að sameina allt það sem er að gerast í sveitarfélaginu á einum stað.