Árshátíð Reykjahlíðarskóla og Dýrin í Hálsaskógi
19.11.2025
Árshátíð Reykjahlíðarskóla verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:30.
Unglingastig skólans setur upp hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi og aðrir námshópar sýna sínar útfærslur á skemmtilegum ævintýrum.
Miðaverð er 1500 krónur fyrir 16 ára og eldri og boðið verður upp á kaffi og smákökur í hléi.
Tilvalið tækifæri til að sjá hversu mikil vinna og gleði er fólgin í skapandi starfi nemenda.
Öll eru velkomin!