14.03.2025
Fulltrúar á ferð og flugi
Sveitarstjóri og oddviti fóru til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Má þar nefna samgönguumbætur, kostnað við snjómokstur og réttlátari skiptingu skatttekna af orkuvinnslu.