Fulltrúar Þingeyjarsveitar þáðu heimboð sveitarstjórnar Suður-Fróns (Sør-Fron) í mið-Noregi síðsumars. Markmið heimsóknarinnar var að leggja grunn að vinabæjarsamstarfi Þingeyjarsveitar og Suður-Frón sem áður var vinabær Skútustaðahrepps.
Samkvæmt ný samþykktum reglum Þingeyjarsveitar um snjómokstur er ábúendum gert fært að sjá sjálfir um snjómokstur á sínum heimreiðum. Þeir sem sækjast eftir því að moka eigin heimreiðar þurfa að sækja sérstaklega um það fyrir 3. september.
Í Nýjum reglum um snjómokstur er heimilt að moka átta sinnum í mánuði í stað tvisvar í viku. Þá geta einstaklingar sótt um að moka sjálfir eigin heimreiðar.