Fara í efni

Hefur þú fengið matarkörfuna heimsenda?

Það gleður Þingeyjarsveit að vekja athygli á því að Krónan býður upp á reglulega heimsendingu á vörum til íbúa sveitarfélagsins. Þessi þjónusta hefur mælst afar vel fyrir og fjölmargir íbúar hafa þegar nýtt sér hana með góðum árangri.

Heimsendingin er sérstaklega þægileg fyrir þau sem búa lengra frá stærri verslunum, eru í annríki eða vilja einfaldlega spara tíma og eldsneyti. Panta má matvöru og aðrar nauðsynjar á netinu og fá þær sendar heim að dyrum, að kostnaðarlausu ef verslað er fyrir meira en 19.900 kr.

Það er ánægjulegt að sjá hversu vel tæknin getur nýst til að bæta eða einfalda líf fólks í dreifðum byggðum. Sveitarfélagið hvetur íbúa til að kynna sér þessa þjónustu ef þeir hafa ekki þegar gert það. Einnig hvetur sveitarfélagið aðrar verslanir til að auka við þjónustu sína og bjóða upp á heimsendingu í dreifbýli, öllum til góðs. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?