Fara í efni

Hreppaskjölin farin á Héraðsskjalasafnið

Föstudaginn 16. maí voru öll skjöl gömlu hreppanna, Háls-, Bárðdæla, Ljósavatns-, Reykdæla- og Aðaldælahrepps, sem voru í Kjarna, gamla stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins á Laugum, afhent Héraðsskjalasafninu á Húsavík. Þar tók Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður á móti 18 öskjum frá Þorbjörgu Guðmundsdóttur, skjalafulltrúa sveitarfélagsins.

Þegar Þingeyjarsveit flutti skrifstofur sínar í Þingey, urðu öll eldri skjöl eftir í Kjarna. Þar á meðal var töluvert af skjölum gömlu hreppanna; Háls-, Bárðdæla, Ljósavatns-, Reykdæla- og Aðaldælahrepps. Laufey Eiríksdóttir, upplýsingafræðingur hefur síðast liðna mánuði unnið ötullega að frágangi elstu skjalanna í vörslu sveitarfélagsins til afhendingar á skjalasafn og grisjað úr þeim yngri til flutnings í Þingey. Þetta er því stór áfangi í þeirri vinnu og er ánægjulegt að skjölin séu nú komin til varanlegrar varðveislu þar sem þau eru aðgengileg öllum.

Þorbjörg Guðmundsdóttir afhendir Snorra Guðjónssyni 18 öskjur af skjölum. 

Laufey Eiríksdóttir að leggja lokahönd á verkið.

                                              

Getum við bætt efni þessarar síðu?