08.10.2024
Áframhaldandi rekstur Krafla Magma Testbed tryggður
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og Krafla Magma Testbed (KMT) hafa undirritað samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin. KMT er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að byggja upp alþjóðlega rannsóknarmiðstöð í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu sem verður einstök á heimsvísu.