Sumarið lætur nú loksins sjá sig af fullum krafti í Þingeyjarsveit. Við vonum að íbúar og gestir geti notið blíðunnar, hvort sem það er í garðvinnu, úti í göngu eða við önnur vorstörf.
Fullt var út úr húsi á íbúafundi í Ýdölum í gær og fjöldi fólks fylgdist með fundinum í streymi. Hvetjum þá sem ekki sáu sér fært að mæta til þess að horfa á upptöku af þessum fræðandi fundi.
Við vekjum athygli á því að það styttist óðum í að eldri farsímaþjónustu, 2G (GSM) og 3G, verði lokað hér á landi. Hægt er að senda ábendingar til Fjarskiptastofu ef skerðing verður á farsímasambandi.