30.05.2025
Fyrsta hinsegin hátíðin á Norðurlandi eystra
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Einstaklingar, félög og fyrirtæki eru hvött til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og allra helst standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.