Barnalán í Þingeyjarsveit
Í liðinni viku heimsótti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri, foreldra nýfæddra barna í sveitarfélaginu og færði þeim gjafir í tilefni komu litlu krílanna. Gjafirnar eru hluti af nýrri hefð sveitarfélagsins. Markmiðið er að sýna fjölskyldum hlýju og samhug, styðja við þau á þessum mikilvæga tíma og jafnframt leggja áherslu á jákvæð umhverfisáhrif. Gjafirnar eru bæði hagnýtar og umhverfisvænar, og eru hluti af stefnu sveitarfélagsins um sjálfbæra og samfélagslega ábyrgð.
„Við viljum fagna nýjum íbúum og sýna foreldrum að samfélagið stendur með þeim. Það er bæði gleðilegt og mikilvægt að styðja við fjölskyldur strax frá byrjun,“ sagði Ragnheiður Jóna um heimsóknir sínar.
Innilegar hamingjuóskir með litlu dásemdar börnin kæru foreldrar og fjölskyldur, megi þau dafna vel!
Malín Agla Kristjánsdóttir og Garpur Örn Svavarsson í Skógum í Fnjóskadal.
Halldóra Gígja Snorradóttir stóra systir, Oddrún Inga Marteinsdóttir og ónefnd Snorradóttir á Lækjamóti.