Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð SSNE
23.09.2025
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.
Næsti umsóknafrestur er frá 17. september til 22. október kl.12:00.
Rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur fer fram 30. september kl. 12:15 – skráning á fundinn fer fram hér.
Meiri upplýsingar á vef SSNE er hægt að nálgast HÉR.