Fara í efni

Laugar í Reykjadal - deiliskipulag

Skipulagssvæðið er um 80 ha og afmarkast af þéttbýlismörkum Lauga eins og þau eru skilgreind í endurskoðuðu aðalskipulagi. Svæðið nær hlíða á milli í Reykjadal, beggja megin Reykjadalsár, en þéttbýlið er klofið sundur af þjóðvegi 1.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka nýjar lóðir og byggingarreiti þar sem möguleikar eru á uppbyggingu. Þá verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús.

Skilgreint verður fyrirkomulag aðkomu og ákvæði sett þar sem ástæða er til í deiliskipulagi. Lögð verður áhersla á að lóðir og byggingar falli sem best að landslagi og langhalli vega verði eins lítill og kostur er og verða skilmálar settir varðandi slíkt í deiliskipulagi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 30. október 2025. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1363/2025 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

Skipulagsfulltrúi

Getum við bætt efni þessarar síðu?