Fara í efni

Ný umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar

Í umferðaröryggisáætlun eru sett fram markmið sveitarfélagsins í umferðaröryggismálum. Í áætluninni eru helstu áskoranir greindar og settar fram aðferðir og aðgerðir til að draga úr slysum eða koma í veg fyrir þau. Fengnir voru sérfræðingar frá EFLU í umferðaröryggismálum ásamt starfsfólki sveitarfélagsins til að vinna áætlunina. Víðtækt samráð var viðhaft við gerð áætluninnar þar sem samráðshópur fulltrúa frá grunn-, leik- og framhaldsskólunum, forelráða, lögreglu, eldri borgara, ferðaþjónustunar, samgöngustofu og Vegagerðarinnar hittust tvisvar sinnum til að fara yfir málin. Þá var íbúum gefið tækifæri á að koma fram með ábendingar. 

Sveitarfélögum er skilt að hafa umferðaröryggisáætlun, en hún er líka ágætis verkfæri fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, sveitarstjórn og Vegagerðina til þess að átta sig á hvað þurfi að gera í umferðaöryggismálum. Í áætluninni má sjá mjög áhugaverðar greiningar á umferðarþunga í sveitarfélaginu ásamt slysatíðni og staðsetningu umferðarslysa. Í lok áætlunarinnar má finna aðgerðaráætlun og ábyrgðaraðila verkefna til að bæta öryggi íbúa og vegfarenda í Þingeyjarsveit. 

Hvetjum við alla til að kynna sér efni áætlunarinnar sem finna má HÉR

Getum við bætt efni þessarar síðu?