Fara í efni

Opnir fyrirlestrar um umhverfishugvísindi

Dagana 3. og 4. október mun Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit standa fyrir staðlotu í umhverfishugvísindum, í Gíg og á Hofstöðum. Sjö fyrirlestrar um menningartengd umhverfismál verða haldnir, allir opnir almenningi. Fólki er frjálst að taka þátt í allri dagskránni eða mæta á einstaka fyrirlestra.

Staðlotan er hluti af námskeiði í umhverfishugvísindum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Dagskrá:

Föstudagur 3. október
Staður: Gígur, Skútustöðum

  • 9:30 Auður Aðalsteinsdóttir: kynning á þverfaglegum verkefnum Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit.
  • 10:30 Ásta Kristín Benediktsdóttir: Hálendið sem hinsegin rými.
  • 13:30 Fræðsluganga með landverði um gervigíga á Skútustöðum. Mæting í upplýsingamiðstöð ferðamanna.
  • 15:00 Þorkell Lindberg Þórarinsson: Náttúrurannsóknir í Mývatnssveit.
  • 16:30 Charla Jean Basran: Hvalir og fiskveiðar (fyrirlesturinn fer fram á ensku, með íslenskum glærum).

Laugardagur 4. október
Staður: Hofstaðir, Mývatnssveit

  • 9:30 Antje Neumann: Verndun líffræðilegrar og menningarlegrar fjölbreytni á Íslandi: Möguleikar og áskoranir (fyrirlesturinn fer fram á ensku).
  • 11:00 Sean Michael Scully: Íslensk náttúra og samfélag (fyrirlesturinn fer fram á ensku).
  • 12:30 Göngutúr um fornleifasvæðið á Hofstöðum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?