Fara í efni

Ráðning sveitarstjóra

Þær breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi Þingeyjarsveitar að Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur lokið störfum og Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sem sveitarstjóri. Fráfarandi sveitarstjóra eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskað farsældar í lífi og starfi í framtíð.

Gerður tekur strax við starfinu með formlegum hætti og mun leiða starfsemi sveitarfélagsins til loka kjörtímabils.

Sveitarstjórn býður Gerði velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins á nýjum vettvangi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?