Fara í efni

Deiliskipulag Laxárstöðvar - niðurstaða sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 25. september 2005 deiliskipulag Laxárstöðva í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afmörkun skipulagssvæðisins liggja í mörkum leigulóðar Landsvirkjunar (L153902) austan Laxár en vestan árinnar liggja mörkin meðfram landamörkum Brúar (L153843) að hluta en þess utan ofan bakka Laxár of því er nærumhverfi stíflumannvirkja vestan Laxár innan skipulagssvæðisins. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina núverandi starfsemi vatnsaflsstöðvana Laxárstöð I, II og III á svæðinu en ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu virkjananna. Virkjanir eru fullbyggðar og tekur deiliskipulag því til núverandi mannvirkja og þeim óverulegu framkvæmdum sem áætlaðar eru á svæðinu.

Umsagnir bárust sem gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu.

•Teknar eru út upplýsingar um stíflumannvirki við Mývatn þar sem þau eru utan skipulagssvæðis.
•Bætt er við upplýsingum um starfandi veiðifélög sem tengjast Laxá í nánd við skipulagssvæðið.
•Tekin er út umfjöllun um Laxárlínu 1 og hún fjarlægð af skipulagsuppdrætti þar sem línan hefur verið tekin úr rekstri og verið tekin niður inna skipulagssvæðisins.
•Bætt er við helgunarsvæði jarðstrengja Húsavíkurlínu 1 og Þeistareykjarlína 3 á skipulagsuppdátt og þeim skilmálum að hafa skuli samráð við Landsnet vegna framkvæmda innan helgunarsvæða jarðstrengjanna.
•Bætt er við upplýsingum um náttúrufar innan skipulagssvæðisins ásamt áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru- og jarðminjar sem eru talin óveruleg þar sem framkvæmdir eru mjög takmarkaðar auk þess sem samráð skal haft við Náttúruverndarstofn vegna framkvæmda.
•Tengingar við Staðarbraut (854) eru afmarkaðar betur í samráði við Vegagerðina.

Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins eða farið á skipulagsgátt, mál. nr. 900/2023.

Skipulagsfulltrúi

Getum við bætt efni þessarar síðu?