Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs
12.09.2025
Hjördís Sigríður Albertsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðstjóra til 31. ágúst 2026.
Hjördís hefur að undanförnu starfað sem verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og menningarmála en áður gegndi hún starfi skólastjóra við Reykjahlíðarskóla. Hún er með B.Ed.-próf í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt stundað nám í forystu og stjórnun (MLM) við Háskólann á Bifröst.
Hjördís býr yfir víðtækri kennslureynslu auk reynslu af stjórnun á hinum ýmsu sviðum skólasamfélagsins. Þá var hún varaformaður Félags grunnskólakennara á árunum 2018–2021.
Við bjóðum Hjördísi velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í nýju hlutverki.