08.11.2022
Yfirlit frétta & tilkynninga




01.11.2022
Skrifstofur lokaðar fram eftir morgni vegna starfsmannafundar
Skrifstofur Þingeyjarsveitar verða lokaðar fram eftir morgni vegna starfsmannafundar. Gert er ráð fyrir að skrifstofan á Laugum opni kl .10:30 og skrifstofan í Reykjahlíð um kl. 11.

31.10.2022
Rannís heimsækir Þingeyinga - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar
Mennta- og menningarsvið Rannís býður til hádegisfundar miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12:00-13:15. Fundurinn fer fram á Fosshótel Húsavík og verður boðið upp á gómsæta súpu í hádegismat fyrir þátttakendur.

27.10.2022
Ráðgjafar uppbyggingarsjóðs í Þingeyjarsveit
Ráðgjafar uppbyggingasjóðs verða á ferðinni í Þingeyjarsveit á morgun. Þeir verða í Reykjahlíð á milli 09:00 og 11:00 og íá Laugum á milli 12:30 og 14:00. Uppbyggingarsjóður hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 17. nóvember kl. 13:00.

24.10.2022
10. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
10. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar verður haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri, miðvikudaginn 26. október 2022 og hefst kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og honum verður streymt á facebook-síðu Þingeyjarsveitar.


19.10.2022
Auglýst eftir byggingarfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda
Þingeyjarsveit auglýsir eftir byggingarfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022.

18.10.2022
9. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
9. fundur sveitastjórnar Þingeyjarsveitar verður haldinn í Ýdölum fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og verður streymt á facebook-síðu sveitarfélagsins.

13.10.2022
Frestun 9. fundar sveitarstjórnar
Ákveðið hefur verið að 9. fundur sveitarstjórnar, sem samkvæmt fundardagatali sveitarstjórnar hefði átt að vera haldinn miðvikudaginn 12. október verði haldinn þann 19. október nk. Dagkrá fundarins verður auglýst þegar nær dregur.

03.10.2022
Leiðrétting vegna umfjöllunar um árshlutayfirlit
Í umfjöllun á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022, um rekstrarreikning fyrstu 6 mánaða ársins var byggt á upplýsingum sem komið hefur í ljós að voru rangar. Sú rekstrarniðurstaða sem kynnt var í inngangi oddvita að umfjöllun um dagskrárlið 2, Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 er því ekki rétt og launakostnaður ofmetinn um 44,4 m.kr. Rétt er að taka fram að óendurskoðaður rekstrarreikningur eins og sá sem lagður var fram og lesinn upp á fundinum er vinnuskjal við gerð fjárhagsáætlunar og gefur aðeins grófa hugmynd um reksturinn.