Auglýst eftir byggingarfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda

Þingeyjarsveit auglýsir eftir byggingarfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda. Auglýsing um störfin birtist í atvinnublaði Fréttablaðsins laugardaginn 15. október og frestur til að sækja um er til og með 31. október. Umsóknir, ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar á umsokn@thingeyjarsveit.is.


Byggingafulltrúi

Hlutverk byggingarfulltrúa er að sjá til þess að byggingarmál í sveitarfélaginu séu í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og reglugerð þeim tengdum. Byggingarfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við skipulagsfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda.

Helstu verkefni:

  • að yfirfara hönnunargögn og önnur umsóknargögn tryggja að þau séu í samræmi við kröfur í lögum, reglugerðum og skipulagi.
  • að gefa út byggingarleyfi skv. 1. og 2. mgr. 9. gr laga um mannvirki.
  • að hafa eftirlit með byggingarleyfisskyldum framkvæmdum á byggingartíma
  • að taka út framkvæmdir á framkvæmdatíma og skrá byggingarstig mannvirkja
  • að hafa umsjón með fasteignaskráningu, lóðaskrá og gerð lóðaleigusamninga.
  • að eiga samskipti og samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
  • að vera íbúum, framkvæmdaaðilum og sveitarstjórn til ráðgjafar um byggingarmál.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
  • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga.
  • Þekking og reynsla á sviði byggingarmála.
  • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum
  • Þekking á lögum um mannvirki og byggingarreglugerð.
  • Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta.


Verkefnastjóri framkvæmda

Verkefnastjóri framkvæmda sér um verkefnastjórn vegna nýframkvæmda og viðhaldsframkvæmda á vegum sveitarfélagsins, vegna fasteigna sem falla undir Eignasjóð. Verkefnastjóri vinnur í nánu samráði við sveitarstjóra, byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa.

Helstu verkefni:

  • Hefur umsjón með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
  • Gerir áætlanir um og undirbýr framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins.
  • Undirbýr útboð og verðfyrirspurnir vegna framkvæmda og viðhaldsverkefna.
  • Hefur eftirlit og umsjón með framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins.
  • Kemur að gerð fjárhagsáætlunar eignarsjóðs og fasteigna sveitarfélagsins.
  • Undirbýr umsóknir um leyfi og/eða styrki vegna framkvæmda.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði bygginga-, verk- eða tæknifræði, iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking á áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda.
  • Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun.
  • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.

 

Með umsóknum um störfin skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færð rök fyrir hæfni umsækjanda í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri í síma 464 3328 eða í tölvupósti á jonhroi@thingeyjarsveit.is.

Umsóknir skal senda á umsokn@thingeyjarsveit.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.