Kynning skipulagsáforma vegna deiliskipulagsgerðar að Fjósatungu

Fimmtudaginn 27. október 2022 verður haldinn kynningarfundur að Kjarna, Laugum frá kl 15 – 16 vegna vinnu við gerð deiliskipulags frístundasvæðis að Fjósatungu, Fnjóskadal. Tillagan, forsendur hennar og umhverfismat verður lagt til kynningar.

Allir sem áhuga hafa á vinnunni eru hvattir til að koma og eiga spjall um núverandi stöðu og framtíðarsýn svæðisins.

Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi