Félagsstarf eldri borgara í Þingeyjarsveit

Nú hefur verið ráðið í störf umsjónarmanna félagsstarfs eldri borgara í sveitarfélaginu og eru það þær Svanhildur Kristjánsdóttir og Jóhanna Magnea Stefánsdóttir sem ætla að taka að sér skipulag og umsjón í vetur en Þórdís G. Jónsdóttir mun starfa áfram með þeim í Mývatnssveit og Ásta Price mun sjá um hreyfingu. Stefnt er á að formlegt starf hefjist um mánaðamótin og verður nánara skipulag og tímasetningar auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni á næstu vikum. Félagsstarfið er í boði fyrir 60 ára og eldri og eru allir hvattir til að mæta, njóta samverunnar og þeirrar dagskrár sem er í boði hverju sinni.