Ungmennaráð

Ungmennaráð 2018-2022
Virk þátttaka barna og unglinga í lýðræðinu er mikilvæg svo þau nái að þroskast sem best og verði ábyrgir borgara samfélagsins. Þátttaka barna er ekki síður mikilvæg svo að þeir sem eldri eru fái notið hinnar einstöku sýnar þeirra á nánasta umhverfi.

Ungmennaráð Þingeyjarsveitar er ráðgefandi um málefni sem tengjast ungu fólki á aldrinum 14-20 ára í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Tilgangur ráðsins er að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma sínum skoðunum og tillögum á framfæri til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Þá er markmiðið að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Í Ungmennaráði Þingeyjarsveitar 2020-2021 eiga sæti:

Aðalmenn:
Hafþór Höskuldsson, Fellsenda
Guðrún Karen Sigurðardóttir, Krossi
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir, Grímshúsum
Styrmir Frans Snorrason, Fagranesi
Valdemar Hermannsson, Lyngbrekku
Varamenn:
Arndís Sara Sæþórsdóttir, Presthvammi
Árni Gestur Arnarsson, Kili 
 

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna