Skólaþjónusta Þingeyjarsveitar
Skólaþjónusta Þingeyjarsveitar hefur farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi í starfi sínu, starfar af fagmennsku í sérhverju verkefni og vinnur að forvörnum sem tryggja farsæld og velferð til framtíðar.
Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla.
Helstu þjónustuþættir eru: kennslufræðileg ráðgjöf, sálfræðiráðgjöf og viðtöl, skimanir, greiningar og stuðningur við starfsþróun í skólum í samstarfi við skólastjórnendur og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Starfsfólk skólaþjónustu:
- Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir – verkefnastjóri skólaþjónustu Netfang: helgas@thingeyjarsveit.is
- Hjördís Ólafsdóttir – skólasálfræðingur Netfang: hjordis.olafsdottir@thingeyjarsveit.is
Skólaþjónusta starfar samkvæmt reglugerð um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla og reglugerð um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla: 444/2019
- Reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.
- Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla - nr.584/2010
Viðfangsefni skólaþjónustunnar
Meginviðfangsefni skólaþjónustu er að styrkja skóla og starfsemi þeirra með skimunum, greiningum, ráðgjöf og eftirfylgni.
Helstu verkefni skólaþjónustunnar eru:
- Að sinna forvarnarstarfi til að stuðla markvisst að velferð nemenda,
- Að beita snemmtæku mati á stöðu nemenda og veita ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda með áherslu á að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi í skólum án aðgreiningar. Það felst m.a. í greiningu á lesblindu og forgreiningum á sálfræðilegum frávikum og ráðgjöf í kjölfar greininganiðurstaðna auk meðferðar á einföldum sálfræðilegum vanda og ráðgjöf varðandi meðferðarleiðir utan skólans.
- Að styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í leik- og grunnskólum, það á m.a. við stuðning við starfsfólk vegna vanda sem tengist einstökum nemendum eða bekkjardeildum,
- Veita foreldrum stuðning með ráðgjöf og fræðslu,
- Útvega viðeigandi túlkaþjónustu til að tryggja að upplýsingar/ráðgjöf nýtist foreldrum og nemendum,
- Stuðla að góðum tengslum á milli leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með samfellu og heildarsýn í skólastarfi að leiðarljósi.