16. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

20.09.2023

16. fundur

Skipulagsnefnd

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson & Sigurður Böðvarsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson & Rögnvaldur Harðarson

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

 1. Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar – 2308020
 2. Hofsstaðaheiði - landskipti - 2308038
 3. Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018
 4. Hofsstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017
 5. Stakhólstjörn - Umhverfisstofnun - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2309044
 6. Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012
 7. Þeistareykir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu – 2309087
 8. Kálfastrandarstrípar og Ytrivogar - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi - viðhald slóða - 2309088
 9. Krafla 1 og Krafla 2 - umsókn um stofnun lóða - 2309094
 10. Illugastaðarétt - umsókn um niðurrif - 2308008
 11. Vogar 1 - framkvæmdaleyfi veglagningar - 2306001
 12. Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að málum 10, 11 og 12 verði bætt við á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.

Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar - 2308020

 

Tekin fyrir fyrirspurn dags. 16. ágúst s.l. frá Guðmundi Ögmundssyni f.h. Landsvirkjunar um heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Laxárstöðvar í Aðaldal. Deiliskipulagið mun fyrst og fremst lýsa núverandi stöðu.

 

Skipulagsnefnd veitir heimild til skipulagsgerðar fyrir Laxárstöðvar og nágrenni í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

2.

Hofsstaðaheiði - landskipti - 2308038

 

Tekin fyrir beiðni dags. 22. ágúst frá Guðna Rúnari Helgasyni um að samþykkt séu landskipti túna í Hofsstaðaheiði skv. meðfylgjandi ákvörðun landskiptanefndar frá árinu 2005.

 

Vegna misræmis í gögnum tengdum málinu og opinberum skráningum frestar skipulagsnefnd afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

3.

Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018

 

Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 17. ágúst frá Kjartani Stefánssyni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skógamela vegna lóðar 1. Tillagan gerir ráð fyrir heimild til gistireksturs á lóð 1. Fyrir liggur tillaga frá Landslagi dags. 5. september s.l.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógamela vegna lóðar 1 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

4.

Hofsstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017

 

Tekin fyrir beiðni dags. 5. september frá Arnari Ólafsssyni f.h. Minjastofnunar um heimild til deiliskipulagsgerðar að Hofsstöðum, Laxárdal. Tilgangur skipulagsins er að setja fram stefnu um framtíðaruppbyggingu á svæðinu, stuðla að verndun og varðveislu minja og skapa umgjörð fyrir sögutengdann ferðamannastað. Skipulagssvæðið er 29 ha að stærð og nær um minjasvæðið. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017. Með gildistöku á endurskoðuðu deiliskipulagi fellur eldra skipulag úr gildi. Fyrir liggur skipulagslýsing dags. 23. ágúst 2023.

 

Skipulagsnefnd veitir heimild til skipulagsgerðar að Hofsstöðum í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsingu fyrir almenningi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

 

Samþykkt

 

   

5.

Stakhólstjörn - Umhverfisstofnun - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2309044

 

Tekin fyrir umsókn dags. 8. september frá Dagbjörtu Jónsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar við Stakhólstjörn við Skútustaðagíga. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag Skútustaðagíga sem samþykkt var í B deild Stjórnartíðinda árið 2014 þar sem gert er ráð fyrir 2,5 m breiðum göngustíg með malarbornu eða malbikaðu yfirborði.

 

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár sem um gilda sérlög nr. 97/2004. Reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 gildir um framkvæmdaleyfi vegna meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd telur umfang framkvæmdarinnar, varanleika, áhrif á landslag og ásýnd umhverfisins ekki gefa tilefni til útgáfu framkvæmdaleyfis. Skipulagsnefnd brýnir fyrir framkvæmdaaðila að ganga vel um svæðið og lágmarka óþarfa rask og mengunarhættu eftir fremsta megni.

 

Samþykkt

 

   

6.

Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012

 

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi að Búvöllum dags. 14. apríl s.l. Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar þann 21. ágúst s.l. þar sem skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var grenndarkynnt frá og með 22. ágúst til og með 19. september s.l.

 

Umsagnir sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytinga á fyrirhuguðum áformum. Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

 

7.

Einar vekur athygli á mögulegu vanhæfi sem starfsmaður Landsvirkjunar, nefndin telur að ekki sé um vanhæfi að ræða.

Þeistareykir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu - 2309087

 

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 14. september s.l. frá Axel Vali Birgissyni f.h. Landsvirkjunar vegna niðurrennslisholu að Þeistareykjum. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð borplans, borun niðurrennslisholu og gerð slóðar að holunni. Verktími er áætlaður frá október til desember 2023. Framkvæmdin er í samræmi breytingu sem gerð var á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar sem samþykkt var í B deild 14. maí 2019.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

8.

Kálfastrandarstrípar og Ytrivogar - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi - viðhald slóða - 2309088

 

Tekin fyrir fyrirspurn dags. 12. september s.l. frá Dagbjörtu Jónsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar um það hvort fyrirhugaðar stígaframkvæmdir við Ytrivoga og Kálfastrandarstrípa séu háðar framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins.

 

Skipulagsnefnd telur framkvæmdina krefjast breytinga á gildandi deiliskipulagi útivistarsvæðis við Höfða og Ytrivoga.

 

Samþykkt

 

   

9.

Krafla 1 og Krafla 2 - umsókn um stofnun lóða - 2309094

 

Tekin fyrir umsókn frá Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur f.h. meirihluta landeigenda Reykjahlíðar dags. 17. september s.l. um stofnun lóðanna Krafla 1 og Krafla 2 úr upprunalandeign nr. 153612.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðanna í samræmi við meðfylgjandi lóðablað.

 

Samþykkt

 

   

10.

Illugastaðarétt - umsókn um niðurrif - 2308008

 

Tekin fyrir með afbrigðum umsókn dags. 14. ágúst s.l. frá Hermanni Herbertssyni f.h. Fjallskiladeildar um heimild til niðurrifs á Illugastaðarétt. Réttin er illa farin og gegnir ekki hlutverki lengur.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við niðurrif Illugastaðaréttar og vísar erindinu til sveitarstjórnar sem landeiganda.

 

Samþykkt

 

   

11.

Vogar 1 - framkvæmdaleyfi veglagningar - 2306001

 

Tekin fyrir með afbrigðum beiðni dags. 19. september s.l. um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að fyrirhugaðri frístundabyggð í landi Voga skv. deiliskipulagi Voga 1, Ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð.

 

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir veglagningu um frístundabyggð í landi Voga skv. deiliskipulagi Voga 1, ferðaþjónusta og frístundabyggð. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

12.

Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013

 

Tekið fyrir með afbrigðum málefni deiliskipulags áningastaðar ferðamanna að Þeistareykjum.

 

Skipulagsnefnd harmar þann misskilning sem komið hefur upp. Nefndin bendir á mikilvægi þess að verkefnið sé unnið hratt og örugglega og vísar erindinu til byggðarráðs og að erindið sé tekið upp á næsta fundi ráðsins.

 

Samþykkt