Fara í efni

Skipulagsnefnd

33. fundur 19. febrúar 2025 kl. 09:00 - 12:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson aðalmaður
  • Nanna Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Bóasson aðalmaður
  • Sigurður Guðni Böðvarsson aðalmaður
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Rögnvaldur Harðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá
Lárus Björnsson starfsmaður þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir liðum 3 og 6 og upplýsti nefndarmenn um stöðu veitukerfa í Mývatnssveit.

1.Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfi út, fyrir reiðveg, hestagerði og efnistöku í námum E-19 og E-20 að hámarki 500 m3 úr hvorri, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Bjarkarlundur 20- umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og geymsluskúr

Málsnúmer 2502017Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu.

3.Hraunvegur 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir rotþró og þvottahúsi

Málsnúmer 2501056Vakta málsnúmer

Skv. fornleifaskráningu er Sauðahellir ekki í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif, enda verði farið eftir lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd varðandi fráveitu.

4.Kvíhólsmýri - umsókn um stofnun lóðar fyrir spennistöð Rarik

Málsnúmer 2502016Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir spennistöð RARIK í Kvíhólsmýri. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að stofnun lóðarinnar.

5.Öxará - námur - beiðni um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

6.Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2409034Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum verða birt í skipulagsgátt.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?