Fjárhagsáætlun 2017

Í fjárhagsáætlun 2017 eru áætlaðar skatttekjur 791,6 m.kr. en heildartekjur 1.023,4 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 19,2 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um 10,2 m.kr. Veltufé frá rekstri er 62,4 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestingar er 74,2 m.kr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu að fjárhæð 75 m.kr. Í áætlun fyrir árin 2018, 2019 og 2020 er gert ráð fyrir  jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin.

Hvað varðar helstu fjárfestingar og framkvæmdir þá er áætlað að ljúka framkvæmdum í vatnsveitu á Laugum og við gámavöll á Stórutjörnum. Frekari framkvæmdum við Goðafoss eru á áætlun og lagning ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengir hf. Einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir við lóð leikskólans Krílabæjar.

Sveitarsjóður A hluti
Samantekið A og B hluti
Málaflokkayfirlit