Fjárhagsáætlun 2022

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 eru heildartekjur A og B hluta 1.456 m.kr. sem er 238 m.kr. hærra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir hærri útsvarstekjum árið 2022 en þær voru varlega áætlaðar árið 2021, en ljóst að þær verða hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Einnig er gert ráð fyrir hærri framlögum úr Jöfnunarsjóði í áætlun fyrir árið 2022 vegna sameiningar við Skútustaðahrepp sem áætlað er að nemi 119 m.kr. á næsta ári.

Rekstrargjöld A og B hluta árið 2022 eru áætluð 1.314 m.kr. sem er hækkun um 67 m.kr. miðað við fjárhagsáætlun 2021. Þar ber helst að nefna almenna verðlagshækkun á þjónustu og þegar umsamdar launahækkanir.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta eftir afskriftir er áætlaður 50 m.kr. fyrir árið 2022 og er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þar sem gert var ráð fyrir rekstrarhalla uppá 116,8 m.kr.
Áætlaðar fjárfestingar A og B hluta nema 178 m.kr. á árinu 2022 og lántaka til fjárfestinga samtals 140 m.kr.

Helstu fjárfestingar eru bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík, framkvæmdir í Seiglu vegna flutnings skrifstofu og malbikunarframkvæmdir og bílaplan við Þingeyjarskóla.

Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir rekstrarafgangi öll árin og hóflegri lántöku þrátt fyrir töluverðar fjárfestingar öll fjögur árin. Um mitt næsta ár mun sveitarfélagið sameinast Skútustaðahreppi og fjárhagsáætlanir beggja sveitarfélaga renna saman í eina áætlun, þriggja ára áætlunin tekur því mið af sameiningu sveitarfélaganna og þeim tækifærum sem felast í henni.

Málaflokkayfirlit