Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022

 

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til fyrri umræðu. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Jón Ari Stefánsson og Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var neikvæð um sem nam 46,3 mkr og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð sem nam 18,4 mkr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 með viðaukum var gert ráð fyrir 56,3 mkr rekstrarafgangi í A og B hluta. Niðurstaðan er því 102,5 mkr óhagstæðari en áætlað var en hagstæðari um 35,8 mkr heldur en niðurstaða ársins 2021 sem var neikvæð um 81,2 mkr.

Samanlagðar rekstrartekjur í A og B hluta á árinu námu 2.370 mkr en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.056 mkr. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2022 með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrartekjum sem næmu 2.173 mkr í A og B hluta. Rekstrartekjur eru því 197 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur 9,1%.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður, námu samtals 2.199 mkr á árinu. Þar af eru laun og launatengd gjöld 1.363 mkr og annar rekstrarkostnaður er 836 mkr.
Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir rekstrargjöldum sem næmu 1.951 mkr. Þar af laun og launatengd gjöld 1.197 mkr og önnur rekstrargjöld áætluð 754,3 mkr.

Laun og launatengd gjöld ársins eru því 166 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og annar rekstrarkostnaður nemur 836 mkr sem er 82 mkr hærra en áætlun gerði ráð fyrir.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti samstæðu á árinu 2022 nam veltufé frá rekstri 141 mkr á móti 57,1 mkr árið 2021 og handbært fé frá rekstri var 117 mkr á móti 37,4 mkr árið 2021. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 203 mkr á árinu.

Eigið fé í árslok nam 802,4 mkr fyrir A og B hluta samanborið við 818,6 mkr árið áður.

Eiginfjárhlutfall nemur 30,6% í árslok. Sama hlutfall í lok árs 2021 var 38,6% í Skútustaðahreppi og 34,3% hjá Þingeyjarsveit eldri.
Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjármál sveitarfélaga er 50,8% í árslok en var 49,3% í árslok 2021.

Skuldahlutfall sveitarfélagsins er 81,2% í A og B hluta í árslok 2022 en var 51,3% í Þingeyjarsveit eldri í árslok 2021 og 101% í Skútustaðahreppi.