Fara í efni
13-16 mar 2025 Viðburðir Skjólbrekka

20 ára afmælismót Goðans

20 ára Afmælismót skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir sviss kerfinu. Teflt verður í einum opnum flokki.

Dagskrá
1. umferð fimmtudag 13. mars 19:00
2. umferð föstudag 14. mars 10:00
3. umferð föstudag 14. mars 16:00
4. umferð laugardag 15. mars 10:00
5. umferð laugardag 15. mars 16:00
6. umferð sunnudag 16. mars 10:00

Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-5 sem gefa hálfan vinning. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra fyrir eða við lok umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á skráningarforminu. Ekki eru leyfðar frestanir eða flýtingar í mótinu.

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Skákstjórn: IA Gunnar Björnsson og Hermann Aðalsteinsson
Aðalverðlaun (Aðeins þrír efstu menn eftir oddastigaútreikning fá verðlaun)
1. sæti kr. 150.000 kr
2. sæti kr. 100.000 kr
3. sæti kr. 50.000 kr.

Aukaverðlaun
Efstur 65 ára og eldri 25.000 kr
Efstur U- 18 ára 25.000 kr
Efstur U-1800 elo 25.000 kr
Efstur stiglausra 25.000 kr

(Aukaverðlaun skiptast ekki heldur er miðað við oddastigaútreikning séu menn jafnir).

Eftirfarandi oddastig (tiebreaks) gilda í mótinu: 1. Fleiri tefldar skákir 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz 4. Innbyrðis úrslit 5. Sonneborn-Berger.

Þátttökugjöld
10.000 kr.
7.000 kr. fyrir 18 ára og yngri og stiglausa.

Skráningarfrestur er til kl 12:00 fimmtudaginn 13 mars

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga hjá FIDE.

Vefur mótsins
Mótið á Chess results
Skráning í mótið

Nánari upplýsingar veitir Hermann í síma 8213187 eða lyngbrekku@simnet.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?