Krafla, niðurdælingaholur - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2501013
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja niðurdælingarhola til förgunar á þéttivatni frá Kröflustöð. Framkvæmdin felur í sér borun tveggja niðurdælingarhola sem verða staðsettar á sama svæði og borhola frá 2022, þ.e. við suðurenda kæliturnanna í Kröflu. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á skipulagi Kröfluvirkjunar sem tekur gildi þann 16. janúar 2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.