9. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

13.11.2023

9. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 13. nóvember kl. 00:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Trúnaðarmál - 2311074

 

Fært í trúnaðarbók.

 

Samþykkt

 

   

2.

Umsókn um styrk - Félag eldri Mývetninga - 2311090

 

Lagt fram erindi frá Félagi eldri Mývetninga dags. 13. nóvember sl. þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ársins 2024.

 

Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

 

Samþykkt

 

   

3.

Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs - tilnefningar - 2311079

 

Lögð fram tvö bréf frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu dagsett 8. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tveim tilnefningum í svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og einni tilnefningu í svæðisráð vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks - 2311084

 

Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Umsagnarfrestur er til og með 8. desember.

 

Byggðarráð hefur kynnt sér efni grænbókar um málefni innflytjenda og flóttafólks og telur ekki ástæðu til umsagnar.

 

Samþykkt

 

   

6.

Leigufélagið Bríet ehf. - kynning - 2311091

 

Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf. kom til fundar við byggðarráð og kynnti starfsemi félagsins.

 

Byggðarráð þakkar Helga Hauki fyrir greinargóða kynningu á starfsemi leigufélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum um mögulegt samstarf.

 

Samþykkt

 

   

7.

Boð á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. - 2311093

 

Lagt fram boð á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis föstudaginn 17. nóvember þar sem fjallað er um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2024-2038.

 

Byggðarráð felur oddvita, formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

5.

Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs - fundargerðir - 2311077

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 103. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 11:45.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.