7. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

19.10.2023

7. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. október kl. 09:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Seigla - 2308010

 

Bjarni Reykjalín kom til fundar og fór yfir stöðuna á hönnun skrifstofum sveitarfélagsins.

 

Byggðarráð þakkar Bjarna fyrir greinargóða yfirferð. Áætlað er að hönnunar og útboðsgögn verði tilbúin um mánaðarmótin nóvember-desember.

 

Samþykkt

 

   

2.

Brunavarnir - Ársskýrsla 2022 - 2310033

 

Lögð fram ársskýrsla Brunavarna Þingeyjarsveitar fyrir árið 2022.

 

Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir framkomna skýrslu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir við slökkviliðsstjóra að hann leggi fram áætlun um eldvarnareftirlit fyrir árið 2024 sem og æfingaáætlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða slökkviliðsstjóra á fund byggðarráðs um miðjan nóvember.

 

Samþykkt

 

   

3.

Barnaborg - öryggismál - 2310029

 

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Barnaborgar dags. 10. október sl. þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum af aðgengi að leikskólanum og öryggismálum.

 

Byggðarráð þakkar foreldrafélagi Barnaborgar fyrir erindið og gagnlegar ábendingar.
Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til umfjöllunar og undirbúnings fyrir fjárhagsáætlunargerð.

 

Samþykkt

 

   

4.

Fjárfestingafélag Þingeyinga - aðalfundaboð 2023 - 2310034

 

Lagt fram boð á aðalfund Fjárfestingafélags Þingeyinga sem haldinn verður miðvikudaginn 25. október í gegnum fjarfundabúnað. Í aðalfundarboði eru kynntar hugmyndir um aukningu hlutafjár félagsins.

 

Byggðarráð felur Knút Emil Jónassyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Varðandi málefni fundarins þá vísar byggðarráð í fyrri bókanir sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þar sem sveitarstjórn hefur hafnað frekari aðkomu að félaginu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að stjórn fjárfestingafélagsins kaupi út hlut Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Tónkvíslin 2023 - 2310026

 

Lagt fram bréf frá Sigurlilju og Bryndísi f.h. Tónkvíslarinnar. Í bréfinu er farið er yfir fyrirhugaðar breytingar á Tónkvíslinni þar sem hún verður hér eftir haldinn í nóvember ár hvert og verður keppninni streymt.
Þingeyjarsveit hefur verið fastur styrktaraðili keppninnar og nú síðast í mars sl. Nú óska fulltrúar keppninnar eftir styrk til keppninnar sem fram fer í nóvember.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn, þrátt fyrir breytingar á fyrirkomulagi, að Tónkvíslin verði styrkt með sama hætti og verið hefur.

 

Samþykkt

 

   

6.

Tillaga til þingsályktunar - 315. mál 154. löggjafaþing - 2310035

 

Lagt fram bréf frá umhverfis- og samgöngunefnd
Alþingis dags. 12. október sl. þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2023-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 315. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.

 

Sveitarstjórn sendi inn umsögn um drög að samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda í júní sl. Engar breytingar hafa orðið á áætluðum framkvæmdum í sveitarfélaginu frá þeim drögum sem sveitarfélagið gerði athugasemdir við. Fulltrúar sveitarstjórnar funduðu einnig með innviðaráðherra vegna málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sendi inn umsögn um tillögu til þingsályktunar 315. mál 154. löggjafaþings, í samræmi við fyrri umsögn.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að ítreka ósk sveitarfélagsins um fund með þingmönnum kjördæmisins.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.