03.10.2022
Í umfjöllun á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022, um rekstrarreikning fyrstu 6 mánaða ársins var byggt á upplýsingum sem komið hefur í ljós að voru rangar. Sú rekstrarniðurstaða sem kynnt var í inngangi oddvita að umfjöllun um dagskrárlið 2, Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 er því ekki rétt og launakostnaður ofmetinn um 44,4 m.kr. Rétt er að taka fram að óendurskoðaður rekstrarreikningur eins og sá sem lagður var fram og lesinn upp á fundinum er vinnuskjal við gerð fjárhagsáætlunar og gefur aðeins grófa hugmynd um reksturinn.