Flytja í Þingeyjarsveit ?
Fréttir & tilkynningar
30.12.2025
Óskum eftir þroskaþjálfa í 50% starf við skólaþjónustu
Skólaþjónusta Þingeyjarsveitar óskar eftir þroskaþjálfa í 50% starf
30.12.2025
Félagsstarf aldraðra í janúar og febrúar
Yfirlit yfir skipulag á félagsstarfi aldraðra í Þingeyjarsveit á nýju ári
19.12.2025
Náms- og starfsráðgjafi óskast í 50% starf
Óskum eftir náms- og starfsráðgjafa í 50% starf við skólaþjónustu Þingeyjarsveitar
08.12.2025
Verkefnastjóri framkvæmda og veitna óskast
Framsækinn og öflugur einstaklingur óskast í starf verkefnastjóra framkvæmda og veitna
02.12.2025
Nú er komið að álestri hitaveitumæla!
Athugið: Nú eiga allir notendur heitavatns hitaveitu Stórutjörnum, Reykjahlíðar og Reykjadals að senda inn álestur.
02.01.2026
Kristinn Ingi Pétursson hefur verið ráðinn í 50% stöðu kerfisstjóra
Kristinn Ingi Pétursson hefur verið ráðinn í 50% stöðu kerfisstjóra hjá Þingeyjarsveit.
Kristinn er borinn og barnfæddur Reykdælingur og er íbúum Þingeyjarsveitar vel kunnur. Hann hefur langa reynslu í hönnun. innleiðingu og rekstri miðstýrðra tölvu- og netkerfa hjá bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Hann hefur frá árinu 2014 verið sjálfstætt starfandi sem kerfisstjóri og einnig verið í hlutastarfi sem slíkur við Framhaldsskólann á Laugum. Fyrir þann tíma starfaði hann hjá Advania og forverum þess frá 2002 – 2013.
02.01.2026
Sigurður Þórarinsson ráðinn í starf aðalbókara
Sigurður Þórarinsson hefur verið ráðinn í starf aðalbókara Þingeyjarsveitar.
Sigurður sem er viðskipafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, hefur m.a. starfað sem fjármálastjóri Skógræktarinnar á Egilsstöðum og Norræna Genbankans í Svíþjóð, auk sambærilegra starfa í einkageiranum, nú síðast hjá Cardello Fastigheter AB. Sigurður hefur einnig starfað sem fjármálaráðgjafi og sem fulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.
02.01.2026
Rögnvaldur ráðinn í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs
Rögnvaldur Harðarson hefur verið ráðinn tímabundið til árs í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Rögnvaldur er mörgum íbúum sveitarfélagsins vel kunnur en hann hefur undanfarin ár gegnt störfum byggingafulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda hjá Þingeyjarsveit. Rögnvaldur er byggingafræðingur B.Sc. frá Vitus Bering í Danmörku og húsasmíðameistari, auk þess sem hann hefur löggildingu í gerð eignaskiptayfirlýsinga og merkjalýsinga. Hann hefur umfangsmikla reynslu af eftirliti með verklegum framkvæmdum í gegnum starf sitt sem sérfræðingur brunabótamats hjá HMS á árunum 2013-2023 ásamt mikilli þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Einnig hefur Rögnvaldur starfað við hönnun, byggingastjórn og framleiðslu. Rögnvaldur mun áfram sinna starfi byggingafulltrúa meðfram starfi sviðsstjóra.
Sveitastjórn Þingeyjarsveitar
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar.