Fara í efni

Verkefnastjóri framkvæmda og veitna óskast

Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða öflugan og framsækinn einstakling í starf verkefnastjóra framkvæmda og veitna. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Starfið heyrir undir umhverfis- og framkvæmdasvið.

Þingeyjarsveit á fjölmargar fasteignir s.s. þrjár grunnskólabyggingar, fjórar leikskólabyggingar, íþróttamiðstöð, sundlaug, fjögur félagsheimili og rekur þrjár hitaveitur auk vatns- og fráveitna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Verk-, tækni- eða byggingafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldgóð reynsla af framkvæmdum sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun, teymisvinnu og áætlanagerð æskileg.
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum ásamt ríkri þjónustulund.
  • Góð íslenskukunnátta og framsetning á efni.
  • Tölvukunnátta, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnun viðhalds- og nýframkvæmda
  • Gerð verk- og kostnaðaráætlana
  • Verkefnastjórn, eftirlit með hönnun og framkvæmdum
  • Viðhald og eftirlit veitukerfa og búnaðar
  • Umsjón og eftirlit með tæknibúnaði hita-, vatns- og fráveitu
  • Umsjón með gerð viðhaldsáætlana
  • Innkaup á búnaði og verkefnastjórnun því tengt

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is

Nánari upplýsingar veitir: Rögnvaldur Harðarson: rognvaldur.hardarson@thingeyjarsveit.is 

Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2026.

 

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eins fljótt og hægt er eða eftir samkomulagi.

Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Getum við bætt efni þessarar síðu?