Sigurður Þórarinsson ráðinn í starf aðalbókara
02.01.2026
Sigurður Þórarinsson hefur verið ráðinn í starf aðalbókara Þingeyjarsveitar.
Sigurður sem er viðskipafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, hefur m.a. starfað sem fjármálastjóri Skógræktarinnar á Egilsstöðum og Norræna Genbankans í Svíþjóð, auk sambærilegra starfa í einkageiranum, nú síðast hjá Cardello Fastigheter AB. Sigurður hefur einnig starfað sem fjármálaráðgjafi og sem fulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.
Sigurður hefur búið erlendis i næstum þrjátíu ár, þar af samfellt frá árinu 2000, í Danmörku, í Lúxemborg, en lengst af í Lundi í Svíþjóð.
Sigurður mun hefja störf hjá Þingeyjarsveit í upphafi árs 2026 og er hann boðinn velkominn til starfa.